
Miklu lægri brúarlán en búist var við
Allt að 90 milljarða króna ríkisábyrgð
Samanlagt voru því greiddir um 11,8 milljarðar króna í brúar- og stuðningslán. Ríkisstjórnin áætlaði að brúarlán yrðu allt að 70 milljarðar króna. Þar af myndi ríkið bera ábyrgð á 50 milljörðum. Ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að stuðningslán yrðu meira en 90 milljarðar króna. Ríkið bæri ábyrgð á 40 milljörðum af þeim. Þetta kemur fram í skýrslu frá eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð.
Ströng skilyrði fyrir brúarlánum
Markmiðið með brúarlánum var hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda. Bankarnir veittu lánin en ríkið ábyrgðist allt að 70 prósent af lánsfjárhæðinni. Hvert lán gat í mesta lagi verið 1,2 milljarðar króna.
Brúarlánin voru aðeins fyrir fyrirtæki með launakostnað sem er 25 prósent af rekstrarkostnaði. Eingöngu mátti nýta lánið til að borga rekstrarkostnað, til dæmis laun.
Fyrirtækin verða að byrja að endurgreiða lánin ekki seinna en 18 mánuðum eftir að þau voru tekin. Fyrirtækin urðu líka að hafa reynt öll önnur úrræði áður en þau sóttu um brúarlán. Ef fyrirtækið greiddi eigendum sínum arð, keypti hluti í sjálfu sér eða borgaði einhverjum sér nákomnum eftir 1. mars 2020 gat það ekki fengið brúarlán.
Stuðningslán eru ætluð minni fyrirtækjum sem hafa ekki fengið tekjur vegna faraldursins.
Ekki ljóst hvers vegna lánin eru miklu lægri en áætlað var
Skýrsla eftirlitsnefndarinnar kom út í október. Í henni segir að það séu ekki augljósar ástæður fyrir því hvað mikill munur er á áætlunum ríkisstjórnarinnar og endanlegu lánunum.
Nokkrir möguleikar komi til greina. Í fyrsta lagi geti þörf fyrir stuðning hafa verið ofmetin. Í öðru lagi lánin hvorki verið hentug fyrir bankana né fyrirtækin. Endurgreiðslu-tíminn sé stuttur og ríkið veitti ekki ábyrgð á vöxtum. Í þriðja lagi geti stuðningslánin hafa dregið úr þörf fyrirtækja fyrir brúarlán. Stuðningslánin komu seinna fram en brúarlánin.
Brúarlán
Brúarlán er bankalán sem fyrirtæki gátu fengið í faraldrinum. Þau voru ætluð fyrirtækjum sem fengu ekki tekjur um tíma og lentu þess vegna í vandræðum með lausafé.
Stuðningslán
Stuðningslán eru bankalán fyrir fyrirtæki sem eru í erfiðleikum vegna faraldursins. Lánin nýtast litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti.
Ríkisábyrgð
Ríkissjóður getur veitt ábyrgð á bankaláni. Til dæmis láni sem fyrirtæki tekur í faraldrinum til að komast hjá rekstrarvanda. Ef fyrirtækið getur ekki greitt lánið til baka þarf ríkissjóður að gera það. Þetta er alveg eins og ef einhver ábyrgist lán vinar síns, til dæmis. Þá þarf hann að greiða lánið ef vinurinn getur það ekki.