
Berserksgangur í verslun og drykkja eftir óhapp
Því var maðurinn handtekinn og vistaður í geymslum lögreglu meðan mál hans er rannsakað. Tvær konur voru gripnar við að stela matvöru í verslun austarlega á miðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Lögregla tók konunar með sér á lögreglustöð til skýrslugerðar.
Viðskiptavinur verslunar í miðborginni gekk berserksgang í nótt, reif vörur úr hillum og henti um gólf. Hann var farinn þegar lögreglu bar að garði en fannst skömmu síðar í annarlegu ástandi og vildi ekkert segja um hegðun sína í versluninni. Í dagbók lögreglu kemur fram að allt sé vitað um manninn vilji eigendur verslunarinnar kæra hann fyrir athæfið.
Ekið var á bifreið í austurborginni í gærkvöldi og stungið af. Maðurinn náðist skömmu síðar og reyndist þá undir áhrifum áfengis, sem hann sagðist hafa drukkið eftir óhappið. Hann var færður til sýnatöku og loks vistaður í fangageymslu.