Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tvö innanlandssmit og báðir í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví og báðir greindust við einkennasýnatöku. Einn greindist með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þremur sýnum sem voru tekin þar. Nýgengi innanlandssmita er nú 15,5 og nýgengi landamærasmita er 25,4.

Alls voru tekin 752 sýni innanlands og 273 við landamærin.

Nú eru 127 í einangrun með COVID-19 og 149 í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa 5.970 greinst með COVID-19 hér á landi.