Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Trump afléttir ferðabanni – Biden segir nei

19.01.2021 - 01:07
epa08937235 (FILE) - A Delta Air Lines Boeing 767-332 jet (Tail number N172DZ) takes off from Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport in Atlanta, Georgia, USA, 15 July 2020 (reissued 14 January 2021). Delta Airlines on 14 January 2021 released their 2020 results saying their December quarter 2020 GAAP pre-tax loss stood at 1.1 billion USD and loss per share of 1.19 USD on total revenue of 4.0 billion USD, while December quarter 2020 adjusted pre-tax loss of 2.1 billion USD and adjusted loss per share of 2.53 USD on adjusted operating revenue of 3.5 billion USD. Full year 2020 GAAP pre-tax loss stood at 15.6 billion USD and loss per share of 19.49 USD on total revenue of 17.1 billion USD. Full year 2020 adjusted pre-tax loss was 9.0 billion and adjusted loss per share of 10.76 USD on adjusted operating revenue of 15.9 billion USD.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að ferðabanni frá Brasilíu og flestum ríkjum Evrópu verði aflétt frá og með 26. janúar. Farþegar frá þessum slóðum verða þó að framvísa neikvæðu COVID-19 sýni áður en þeir leggja af stað, segir í tilkynningu Trumps.

Talskona verðandi forseta, Joe Biden, segir komandi stjórn ekki ætla að aflétta ferðahömlum strax. Samkvæmt ráðgjöfum Bidens í heilbrigðismálum sé ekki tímabært að aflétta þeim svo snemma. Fyrst þurfi að styrkja smitvarnir í millilandaferðum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19.

Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum, CDC, tilkynnti í síðustu viku að allir komufarþegar til Bandaríkjanna verði að hafa verið greindir neikvæðir við COVID-19 innan þriggja daga fyrir brottför til landsins. Þá mælir stofnunin með því að ferðamenn fari í sýnatöku þremur til fimm dögum eftir komuna til Bandaríkjanna, og haldi sig í sóttkví í sjö daga hið minnsta. 

AFP fréttastofan segir smitsjúkdómalækna óttast að ný og meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar séu þegar á kreiki í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir en í Bandaríkjunum, 24 milljónir, og nærri 400 þúsund eru látnir af völdum sjúkdómsins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV