Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gott blóðflæði í fingrum Guðmundar

Mynd með færslu
 Mynd: Jón Björgvinsson - RÚV
Skurðlæknir sem tók þátt í að græða handleggi og axlir á Guðmund Felix Grétarsson staðfesti við hann í kvöld að gott blóðflæði væri í öllum fingrum Guðmundar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Guðmundar í kvöld. 
 

 Gudmundur Felix met vascular surgeon for the first time after the surgery. The surgeon...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 18. janúar 2021

Guðmundur Felix fékk handleggi og axlir grædda á sig á miðvikudag í síðustu viku. Þá sagði hann að blaðamannafundur verði haldinn um aðgerðina í þessari viku. Yfir fimmtíu læknar og hjúkrunarfræðingar frá fjórum sjúkrahúsum tóku þátt í aðgerðinni, sem var sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu.

Guðmundur Felix missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tveimur áratugum. Í viðtali við Jón Björginsson sem birt var á RÚV um jólin sagðist Guðmundur Felix hafa beðið við símann síðustu ár, enda yrði hann að hafa hraðann á þegar símtalið bærist. Eftir fimm ára bið í Lyon í Frakklandi hringdi síminn loks á mánudagskvöld fyrir viku, samþykki fékkst fyrir líffæragjöfinni daginn eftir að aðgerðin hófst á miðvikudagsmorgun.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV