Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Blær Ástríkur Stefán Á. Ástráðsson er látinn

19.01.2021 - 12:38
Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.
 Mynd: Aðsend - Ljósmynd
Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og laganemi lést á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 51 árs að aldri. Blær Ástríkur bar áður nafnið Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, en skilgreindi sig karlkyns síðasta ár ævi sinnar og tók upp nafnið Blær Ástríkur Stefán.

Blær fæddist 10. janúar 1970, barn Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings og formanns Þroskahjálpar. Ásta lést árið 1998.  

Blær fékk fyrirburagulu sem skaddaði miðtaugakerfið og olli margvíslegri fötlun. Hann var með skerta heyrn og málhömlun og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi af sér litla stjórn á útlimum. Blær lauk prófi í táknmálsfræði, lagði stund á fötlunarfræði og stundaði nám við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær barðist fyrir réttindum fatlaðs fólks í ræðu og riti og birti fjölmargar greinar um það efni.

Ljóðabók Blæs, Ég hugsa eins og þið, kom út árið 1992. 

Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristofer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður níu ára.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir