Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tom Brady og félagar í úrslit NFC-deildarinnar

epa08929514 Tampa Bay Buccaneers quarterback Tom Brady throws a pass against the Washington Football Team in the fourth quarter of their NFC Wild Card game at FedEx Field in Landover, Maryland, USA, 09 January 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA

Tom Brady og félagar í úrslit NFC-deildarinnar

18.01.2021 - 09:36
Tampa Bay Buccaneers komst í gærkvöld í úrslitaleik NFC-deildarinnar eftir sigur á New Orleans Saints í úrslitakeppni NFL-ruðningsdeildarinnar vestan hafs í gærkvöld. Tom Brady er því aðeins einum sigurleik frá því að komast í sinn tíunda Super Bowl úrslitaleik á ferlinum.

Brady gekk til liðs við Tampa Bay Buccaneers fyrir tímabilið eftir 19 ára feril með New England Patriots. Koma Brady hefur haft frábær áhrif á Tampa Bay sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni frá árinu 2002. Brady lék vel í leiknum í gær sem Tampa Bay vann með tíu stiga mun, 30-20. 

Tveir af reyndustu leikstjórnendunum í sögu NFL mættust í leiknum í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, gæti hafa leikið sinn síðasta leik en vel fór á með honum og Brady eftir leik. Brees er 42 ára en Brady 43 ára.

Tampa Bay mætir Green Bay Packers í úrslitum NFC-deildarinnar en Buffalo Bills og Kansas City Chiefs í úrslitum AFC-deildarinnar. Sigurvegararnir í þessum leikjum mætast svo í Ofurskálinni, Super Bowl, í Tampa í Flórída 7. febrúar.