Brady gekk til liðs við Tampa Bay Buccaneers fyrir tímabilið eftir 19 ára feril með New England Patriots. Koma Brady hefur haft frábær áhrif á Tampa Bay sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni frá árinu 2002. Brady lék vel í leiknum í gær sem Tampa Bay vann með tíu stiga mun, 30-20.
FINAL: The @Buccaneers secure their spot in the NFC Championship! #TBvsNO #GoBucs #NFLPlayoffs pic.twitter.com/9a3YU3oDxX
— NFL (@NFL) January 18, 2021
Tveir af reyndustu leikstjórnendunum í sögu NFL mættust í leiknum í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, gæti hafa leikið sinn síðasta leik en vel fór á með honum og Brady eftir leik. Brees er 42 ára en Brady 43 ára.
All love between these legends. #NFLPlayoffs@drewbrees | @TomBrady pic.twitter.com/ZwJXfbxqi0
— NFL (@NFL) January 18, 2021
Tom Brady throws a TD to Drew Brees’ son before walking off the field
Wholesome moment between the two QBs @brgridiron
(via @JamesPalmerTV)pic.twitter.com/fQGcI1P8z7
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 18, 2021
Tampa Bay mætir Green Bay Packers í úrslitum NFC-deildarinnar en Buffalo Bills og Kansas City Chiefs í úrslitum AFC-deildarinnar. Sigurvegararnir í þessum leikjum mætast svo í Ofurskálinni, Super Bowl, í Tampa í Flórída 7. febrúar.