Að minnsta kosti þrír skipverjar eru látnir eftir að flutningaskip sökk á Svartahafi undan Tyrklandsströnd í gær. Skipið var á leið frá Georgíu til Búlgaríu, og hugðist leita skjóls undan óveðri við bryggjuna í Bartin í Tyrklandi. Al Jazeera hefur eftir tyrknesku strandgæslunni að flutningaskipið hafi sokkið vegna þess að það tók á sig mikið vatn.