Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Leiktímar Íslands í milliriðlinum

epa08947033 Players of Iceland line up prior to the match between Iceland and Morocco at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 18 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Leiktímar Íslands í milliriðlinum

18.01.2021 - 22:07
Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst í kvöld áfram í milliriðlakeppni HM í Egyptalandi með sigri á Marokkó, 31-23. Þar mætir Ísland liðum Sviss, Frakklands og Noregs. Leiktímarnir liggja fyrir.

Fyrsti leikur Íslands verður við Svisslendinga á miðvikudag. Því næst verður mótherjinn lið Frakklands á föstudag og loks spilar Ísland við Noreg á sunnudag. Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo í 8-liða úrslit HM. Allir leikir Íslands verða sýndir á RÚV og lýst í útvarpinu á Rás 2.

Miðvikudagur 20. janúar 14:30 Ísland - Sviss RÚV
Föstudagur 22. janúar 17:00 Ísland - Frakkland RÚV
Sunnudagur 24. janúar 17:00 Ísland - Noregur RÚV