Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjögur innanlandssmit og sex við landamærin

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Sex smit greindust við landamærin, þar af voru tveir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum. Alls voru tekin 507 sýni innanlands í gær og 518 á landamærunum.

Nú eru 143 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 177 í sóttkví. Virk smit eru í öllum landshlutum.

Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis hefst klukkan rúmlega 11 og verður hann sendur út í sjónvarpi, í útvarpi á Rás 2 og hér á vefnum, ruv.is.

Á vefnum verður einnig aðgengilegt beint textastreymi fréttastofu.

Þar fara Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.