
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Frá því er greint á færeyska fréttamiðlinum Local að Sundstein er fæddur í Danmörku, foreldrar hans eru færeyskir en afi hans er Jógvan Sundstein, fyrrverandi lögmaður Færeyja.
Sundstein er fyrirliði liðsins OG sem keppir í tölvuleiknum Dota 2 sem varð heimsmeistari tvö ár í röð, 2018 og 2019. Heimsmeistaramótið, sem gengur undir heitinu The International, féll niður vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári.
Velgengni Sundsteins í leiknum hefur tryggt honum sigurlaun sem nema 7,4 milljónum Bandaríkjadala eða jafngildi 960 milljóna íslenskra króna.
Á vef breska ríkisútvarpsins er fjallað um kaup Sundsteins á 17 herbergja setri í Lissabon, höfuðborg Portúgal, og hvernig hann og félagar hans undirbúa sig fyrir keppni í rafíþróttum.
Dota 2 er rauntímaherkænskuleikur frá árinu 2013 þar sem tvö fimm manna lið takast á. Hann byggir á leikjunum „The Defense of the Ancients (DotA) Warcraft III: Reign of Chaos“ og „Warcraft III: The Frozen Throne mod“.