Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.