Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Grænhöfðaeyjar mæta ekki gegn Þýskalandi

epa08939707 Germany's head coach Alfred Gislason reacts during the match between Germany and Uruguay at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 15 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA

Grænhöfðaeyjar mæta ekki gegn Þýskalandi

17.01.2021 - 08:38
Lið Grænhöfðaeyja getur ekki leikið gegn Þýskalandi á HM í handbolta í Egyptalandi í dag. Liðið hefur aðeins níu leikmenn til taks í leikinn en þarf tíu til að geta spilað.
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot Facebook
Skjáskot af Facebook-síðu handknattleikssambands Grænhöfðaeyja

Kórónaveiran stakk sér af krafti niður í herbúðum í æfingabúðum liðsins áður en komið var til Egyptalands. Aðeins ellefu leikmenn liðsins gátu sýnt fram á neikvæð próf áður en komið var til Egyptalands og eftir fyrsta leik liðsins á mótinu greindust tveir leikmenn til viðbótar með sýkingu. Þá stóðu eftir níu.

Fulltrúar liðs Grænhöfðaeyja segja báða leikmenn þegar hafa fengið veiruna og því ætti mótefni að vera til staðar. Leikmennirnir þurfa þó báðir að fara í eingangrun þar til neikvæð niðurstaða fæst úr skimun og þurfa 48 klukkustundir að líða á milli.

Reglur IHF segja að lið verði að hafa tíu leikmenn leikfæra, þar af einn markmann. Grænhöfðaeyjar uppfylla það skilyrði í augnablikinu ekki. Þeir geta bætt við leikmönnum af upprunalegum 30 leikmanna lista sem skilað var mánuði fyrir mót. Þeir leikmenn geta í fyrsta lagi komist til Egyptalands nú í morgun og verða að sýna neikvætt próf við komuna, fara í aðra skimun sem þarf líka að vera neikvæð og þá geta þeir leikið. 

Grænhöfðaeyjar munu því tapa leiknum í dag 10-0 og þar með er Þýskaland komið áfram í millriðila. Grænhöfðaeyjar ætla þó enn að freista þess að leika gegn Úrúgvæ á þriðjudag. Sá leikur ræður úrlsitum um hvort liðið kemst í milliriðil og hvort liðið þarf að leika í Forsetabikarnum. Bæði lið eru á HM í fyrsta sinn.

IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, hefur staðfest að leikurinn fari ekki fram og að Þýskalandi dæmist 10-0 sigur.

*Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning Grænhöfðaeyja barst og eftir að IHF staðfesti 10-0 sigur Þýskalands.