Þegar bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir voru að alast upp tók Unnsteinn eftir ýmsu í fari yngri bróður síns sem hann kannaðist við í sjálfum sér. Hann taldi litla bróður vera að apa taktana upp eftir sér en áttaði sig seinna á að líklega væru þeir einfaldlega líkir sökum skyldleika og uppeldis.
Unnsteinn eignaðist sjálfur dreng árið 2018 og skyldleiki feðganna leynir sér ekki. „Svo sé ég drenginn minn og hann er bara svo athyglissjúkur og músíkalskur og bara allt í gangi,“ segir Unnsteinn stoltur í þættinum Tónatali sem er á dagskrá í kvöld.