Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: Ísland mætir Alsír

epa08937893 Alexander Petersson (R) of Iceland in action against Alexis Borges (L) of Portugal during the match between Portugal and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 14 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA

HM í dag: Ísland mætir Alsír

16.01.2021 - 08:42
Átta leikir eru á dagskrá heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi í dag, þrír þeirra í beinni útsendingu RÚV og RÚV 2. Stórleikur dagsins er viðureign Íslands og Alsír.

Alsír hóf keppnina á að vinna Marokkó í æsispennandi leik, 24-23. Ísland tapaði á sama tíma gegn Portúgal, 25-23.

Ísland og Alsír hafa mæst áður á HM í handbolta. Á HM í Kumamoto árið 1997 gerðu liðin óvænt jafntefli, 24-24. Ísland vann reyndar svo þann undanriðil og endaði í fimmta sæti mótsins sem er besti árangur Íslands á HM.

Á HM í Túnis vann Ísland svo öruggan sigur, 34-25. Það mótið komst íslenska liðið hins vegar ekki áfram úr riðlakeppninni og varð í 15. sæti sem er lakasti árangur Íslands á HM. Aftur mættust liðin á HM í Katar 2015. Þar vann Ísland 32-24 eftir að hafa lent 7-1 undir í byrjun.

Liðin mættust svo einnig á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Þar hafði Ísland betur, 19-15, og náði svo sjötta sæti, sem á þeim tíma var besti árangur liðsins á Ólympíuleikum.

Alls hafa þjóðirnar mæst átta sinnum og hefur Ísland unnið sjö leikjanna. Sá eini sem ekki vannst var jafntefli í Kumamoto 1997.

Leikur Íslands og Alsír er klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu RÚV og Rásar 2. Upphitun hefst í HM stofunni á RÚV klukkan 19:15.

Aðrir leikir í beinni

Útsendingar RÚV frá mótinu í dag hefjast klukkan 14:50 þegar leikur Hvíta-Rússlands og Suður-Kóreu er sýndur. Klukkan 16:50 er það svo leikur Austurríkis og Frakklands.

Aðrir leikir á HM í dag eru svo þessir:

15:00 Rússland - Slóvenía
15:00 Egyptland - Norður-Makedónía
15:00 Marokkó - Portúgal
19:30 Sviss - Noregur
19:30 Chile - Svíþjóð

Tengdar fréttir

Handbolti

Alfreð og Dagur byrja vel

Handbolti

Heimsmeistararnir byrja á öruggum sigri

Handbolti

„Þurfum bara að vera tilbúnir“

Handbolti

„Það er svolítið mikill djöfulgangur“