Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi á miðvikudaginn flutti stutt ávarp af sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi fyrr í dag.
Í ávarpinu sem Guðmundur birtir á Facebook segist hann ekki lengur vera handlangari heldur handhafi. Hann tekur jafnframt fram að reglur á sjúkrahúsinu banni honum að sýna nýju hendurnar, sem honum þyki eðlilegt að hlýða.
Að sögn Guðmundar verður haldinn blaðamannafundur um aðgerðina í næstu viku. Í lok ávarpsins nefnir Guðmundur Felix þær kveðjur og heillaóskir sem hann hefur fengið. „Ég þakka ykkur öllum stuðninginn og merci beaucoup".