Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram að kvöldmat vegna mikillar rigningar. Sú viðvörun er ekki síst til komin vegna þess að Seyðisfjörður er sérstaklega viðkvæmur fyrir rigningu vegna aðstæðna þar. Spáð er mikilli úrkomu fram á seinni hluta dags þegar dregur úr henni. Á Seyðisfirði er spáð 45 mm uppsafnaðri úrkomu frá því seint í gærkvöld þar til seinni partinn í dag.