Vörnin var þétt og hélt Alsíríngum í aðeins 10 mörkum í fyrri hálfleik en Alsír skoraði alls 24 mörk gegn 39 mörkum Íslands.
Alexander hrósaði Ými Erni Gíslasyni í hástert en varnarmaðurinn öflugi hefur spilað eins og herforingi í leikjunum tveimur á HM.
„Ýmir var eins og alltaf mjög góður í vörninni. Við fylgjum honum, hann er okkar leiðtogi í vörninni, það er gaman að spila með honum.“