338 til útlanda í apríl
Árið byrjaði vel og það óraði engan fyrir því hvað var í vændum. Í janúar fóru yfir 38 þúsund Íslendingar til útlanda um flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það var svipað og síðustu ár. Reyndar fóru rúmlega 8 prósent færri Íslendingar til útlanda 2019 en árið 2018, en þetta byrjaði sem sagt vel í fyrra. Í febrúar fækkaði í Íslendingahópnum en fjöldinn féll niður í tæplega 16 þúsund í mars miðað við yfir 43 þúsund árið áður. Kórónuveiran var byrjuð að hafa sín áhrif og möguleikar á að komast úr landi takmarkaðir vegna hennar. Í apríl og maí má segja að nánast enginn hafi farið til útlanda. 338 í apríl og rúmlega 800 í maí. Landið byrjar aðeins að rísa í júní. Þá eru íslenskir farþegar rúmlega 5 þúsund talsins og fjöldinn fer yfir 13 þúsund í júlí. Það slær í bakseglin. Í ágúst fara um 5 þúsund Íslendingar til útlanda. Næstu tvo mánuði fer þeim fækkandi. Tæplega 4 þúsund í október og í nóvember tvö þúsund. Um 3500 þúsund fóru til útlanda í desember. Niðurstaða ársins er að um 130 þúsund Íslendingar fóru til útlanda um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra miðað við rúmlega 611 þúsund árið áður. Í prósentum er fallið tæplega 79%.