Biðraðir voru við kjörstaði í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Mikil öryggisgæsla er í Úganda í dag þar sem fram fara þing- og forsetakosningar. Yoweri Museveni, forseti Úganda, sækist eftir endurkjöri sjötta kjörtímabilið, en hann hafur verið við völd síðan 1986.
Helsti keppinautur hans er söngvarinn og þingmaðurinn Bobi Wine. Tíu aðrir frambjóðendur eru ekki taldir eiga neinn möguleika.
Kjörstaðir voru opnaðir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma, en kjörfundi lýkur á hádegi. Búist er við að úrslit verði kunn á laugardag. Átján milljónir manna eru á kjörskrá.