Strákarnir okkar mæta til leiks í nýrri treyju í dag

Men’s EHF EURO 2020 Sweden, Austria, Norway - Preliminary Round - Group E, Iceland vs Russia, Malmo Arena, Malmo, Sweden, 13.1.2020, Mandatory Credit © Anze Malovrh / kolektiff
 Mynd: Anze Malovrh / kolektiff - EHF

Strákarnir okkar mæta til leiks í nýrri treyju í dag

14.01.2021 - 08:23
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur keppni á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í kvöld en leikmenn frumsýna við það tækifæri nýjan landsliðsbúning Íslands.

 Öll handboltalandslið Íslands munu í framhaldinu notast við treyjurnar en líkt og síðustu ár eru búningarnir frá þýska íþróttavöruframleiðandanum Kempa. 

HSÍ birti myndir á Facebook-síðu sinni í gær þar sem Bjarki Már Elísson og Janus Daði Smárason taka sig vel út í nýju búningunum.

Ný landsliðstreyjan komin í sölu. Á morgun munu strákarnir okkar leika í fyrsta skiptið í nýrri landsliðstreyju frá...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Wednesday, January 13, 2021

Ísland mætir Portúgal í  fyrsta leik liðanna á HM en bein sjónvarpsútsending hefst á RÚV klukkan 19:15 í kvöld. Portúgal vann fyrri leik liðanna í undankeppni EM í Portó fyrir rúmri viku með tveggja marka mun en Ísland svaraði með níu marka sigri á Ásvöllum á sunnudag.