Kórónuveiran hefur nú þegar valdið töluverðum usla í aðdraganda mótsins en bæði Tékkland og Bandaríkin þurftu að draga sig úr keppni á mótinu vegna fjölda smita í leikmannahópum liðanna. Nú hafa tveir leikmenn greinst með veiruna í liði Slóvena en samkvæmt danska miðlinum TV2 eru það þeir Urh Kastelic og Tilen Kodrid.
Slóvenía mætir Suður-Kóreu í fyrsta leik liðanna í H-riðli kl. 17 en óvíst er hvort þetta hafi einhver áhrif á leikinn.