Skúrir, slydduél og rigning

14.01.2021 - 06:37
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Rúv
Í dag er spáð sunnan og suðaustan 5-13 og skúrum eða slydduél, en rigning verður austanlands fram eftir morgni. Léttir til norðan- og austanlands eftir hádegi. Gengur í austan 13-20 með rigningu eða slyddu um landið sunnanvert á morgun, hvassast syðst síðdegis en mun hægari vindur og þykknar upp fyrir norðan.

Annað kvöld er spáð austan og norðaustan 10-18 annað kvöld. Slydda eða snjókoma með köflum, en talsverð eða mikil rigning suðaustan- og austanlands.

Hiti verður 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu til miðnættis annað kvöld: Suðaustan 3-8 og úrkomulítið, en sunnan 5-10 og skúrir eða slydduél eftir hádegi. Austan 8-15 og dálítil rigning síðdegis á morgun, en heldur hægari norðaustanátt og slydda með köflum annað kvöld. Hiti verður 0 til 4 stig. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir