Sérfræðingar á vegum WHO komnir til Wuhan

14.01.2021 - 08:02
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína · Kórónuveiran
Members of a WHO team arrives in Wuhan in central China's Hubei province on Thursday, Jan. 14, 2021. The global team of researchers arrived Thursday in the Chinese city where the coronavirus pandemic was first detected to conduct a politically sensitive investigation into its origins amid uncertainty about whether Beijing might try to prevent embarrassing discoveries. (AP Photo/Ng Han Guan)
Hluti sérfræðinga WHO við komuna til Wuhan. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kom til Wuhan í Kína í morgun til að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins sem blossaði upp fyrir rúmu ári. Þeir verða fyrst í hálfs mánaðar sóttkví á hóteli áður en þeir geta hafið störf.

Kórónuveiran greindust fyrst í Wuhan undir lok árs 2019 og hefur síðan breiðst út um allan heim.

Hátt í 93 milljónir manna hafa greinst með veiruna síðan faraldurinn hófst, en nærri tvær milljónir manna hafa látist af völdum COVID-19. 

Stjórnvöld í Kína greindu í morgun frá fyrsta dauðsfallinu þar í landi í átta mánuði af völdum COVID-19