Fyrsta COVID-19 dauðsfallið í Kína í átta mánuði

14.01.2021 - 02:43
epa08934643 A view shows frozen Chaobai river while the buildings are seen belonging to Hebei province's Yanjiao town, amid the coronavirus (COVID-19 disease) pandemic, on the outskirts of Beijing near the provincial border with Hebei province, China, 13 January 2021. China had its highest daily increase of COVID-19 cases in more than five months with 115 new COVID-19 cases reported on 12 January by China's national health authority. Three cities were put in lockdown in an attempt to stop the spread of the virus. According to the National Health Commission, an international expert team from the World Health Organization (WHO) will arrive at China's Wuhan on 14 January to conduct joint scientific research with Chinese scientists to investigate COVID-19.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk yfirvöld greindu í morgun frá dauðsfalli af völdum COVID-19. Þetta er fyrsta dauðsfallið sem greint er frá vegna sjúkdómsins í um átta mánuði. Smitum hefur fjölgað undanfarið í landinu. Von er á hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni til landsins. 

Heilbrigðisstofnun Kína gaf aðeins þær upplýsingar að dauðsfallið hafi orði í Hebei-héraði. Útgöngubann er í nokkrum borgum í héraðinu. 138 greindust smitaðir í landinu í gær, sem er það mesta á einum sólarhring síðan í mars á síðasta ári. 

Kínverskum yfirvöldum hafði tekist nokkuð vel til við að halda faraldrinum niðri með ströngum inngripum. Víða hefur verið gripið til útgöngubanns, og víðtækar skimanir og ferðahömlur. Undanfarnar vikur hefur smitum farið fjölgandi, þá helst í norðurhluta landsins að sögn AFP fréttastofunnar.

Tíu manna sérfræðingahópur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er væntanlegur til Wuhan í Kína í dag. Þar er talið að faraldurinn hafi átt upptök sín á matarmarkaði, sem hefur síðan verið haldið lokuðum.