Einn atvinnumaður 1989 – Allir atvinnumenn 2021

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Einn atvinnumaður 1989 – Allir atvinnumenn 2021

14.01.2021 - 10:33
Í 16 manna landsliðshópi Íslands sem spilar fyrsta leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta á móti Portúgal í kvöld eru allir 16 leikmenn Íslands atvinnumenn hjá liðum erlendis. Annað var upp á teningnum þegar Ísland vann B-keppni HM 1989. Þá var aðeins einn í hópnum sem spilaði erlendis.

Þá var örvhenta skyttan Kristján Arason leikmaður Teka á Spáni. Aðrir í íslenska liðinu spiluðu á Íslandi, þó margir þeirra ættu svo síðar eftir að verða atvinnumenn erlendis. Sonur Kristjáns er í íslenska landsliðinu í dag, Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburgar í Þýskalandi.

Í liði Íslands sem spilar við Portúgal í kvöld eru 11 af 16 leikmönnum sem spila fyrir þýsk félagslið. Þrír spila í Danmörku, einn í Póllandi og einn í Svíþjóð.

Íslenski hópurinn í B-keppninni 1989

Markverðir:
Einar Þorvarðarson, Val
Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki
Hrafn Margeirsson, ÍR

Aðrir leikmenn:
Guðmundur Guðmundsson, Víkingi
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Jakob Sigurðsson, Val
Valdimar Grímsson, Val
Geir Sveinsson, Val
Júlíus Jónasson, Val
Sigurður Sveinsson, Val
Þorgils Óttar Mathiesen, FH
Héðinn Gilsson, FH
Alfreð Gíslason, KR
Sigurður Gunnarsson, ÍBV
Birgir Sigurðsson, Fram
Kristján Arason, Teka (Spáni)

16 manna hópur Íslands á móti Portúgal á HM 2021

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (Danmörku)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (Danmörku)

Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo (Þýskalandi)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten (Þýskalandi)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (Svíþjóð)
Elvar Örn Jónsson, Skjern (Danmörku)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (Þýskalandi)
Janus Daði Smárason, Göppingen (Þýskalandi)
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen (Þýskalandi)
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (Þýskalandi)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (Þýskalandi)
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer (Þýskalandi)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (Póllandi)
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (Þýskalandi)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (Þýskalandi)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (Þýskalandi)