Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso

Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
13.01.2021 - 11:03
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.
Nú eru 164 í einangrun með virkt smit, 242 eru í sóttkví. 19 eru á sjúkrahúsi með COVID-19, enginn er á gjörgæslu.
Alls voru tekin 914 sýni innanlands í gær og 899 við landamærin.