Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Pence ætlar ekki að víkja Trump úr embætti

13.01.2021 - 02:22
epa08931304 (FILE) - US President Donald J. Trump (L) and US Vice President Mike Pence (R) arrive before the start of a press briefing by the Coronavirus Task Force on the coronavirus and COVID-19 pandemic, in the Rose Garden at the White House, in Washington, DC, USA, 30 March 2020 (reissued 11 January 2021). According to reports on 11 January 2021, US House Speaker Nancy Pelosi urged US Vice President Mike Pence to oust US President Trump by invoking the 25th amendment, or said the Democrats would move forward with an impeachment.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greindi leiðtogum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá því í gærkvöld að hann styðji ekki þá hugmynd að virkja 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Viðaukinn kveður á um lausn forsetans frá embætti vegna vanhæfni. 

Pence færði Nancy Pelosi, þingforseta fulltrúadeildarinnar, skilaboð þessa efnis seint í gærkvöld. Hann sagði að sér þætti ekki rétt af hans hálfu og ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna að virkja 25. viðaukann þegar aðeins átta dagar væru eftir af embættistíð forsetans. Honum þætti það hvorki þjóna hagsmunum þjóðarinnar né í anda stjórnarskrárinnar. 

Skilaboðin bárust rétt áður en atkvæðagreiðsla hófst um frumvarp þar sem kallað yrði eftir því að Pence virkjaði viðaukann og viki Trump úr embætti vegna innrásarinnar í þinghúsið í síðustu viku. Í dag verða umræður og atkvæðagreiðsla um ákæru á hendur forsetanum fyrir að hvetja til árásarinnar á þinghúsið.