Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tveimur lögreglumönnum á Capitol-hæð vikið úr starfi

epaselect epa08923424 Supporters of US President Donald J. Trump in the Capitol Rotunda after breaching Capitol security in Washington, DC, USA, 06 January 2021. Protesters entered the US Capitol where the Electoral College vote certification for President-elect Joe Biden took place.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA
Tveimur lögreglumönnum í lögregluliðinu á þinghúshæðinni í Washington hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins að því er kemur í máli fulltrúadeildarþingmannsins Tim Ryan sem fer fyrir þingnefnd sem rannsakar viðbrögð lögreglu á Capitol-hæð.

CNN fréttastofan hefur eftir Ryan að annar lögreglumannana hafi tekið af sér sjálfsmynd með einhverjum úr hópi árásarfólksins og hinn vísaði mótmælendum veginn. Hann bar rauða húfu á höfðinu með áletruninni „Make America Great Again".

Ryan segir rannsókn standa yfir á atferli tíu til fimmtán lögreglumanna meðan á árásinni stóð án þess að fara nánar út í ástæður þess. Hann lét ekkert í ljósi varðandi þann sem handtekinn var.