Allir Íslendingarnir með neikvæð sýni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Allir Íslendingarnir með neikvæð sýni

12.01.2021 - 16:42
Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn í dag í Egyptalandi eftir komuna þangað. Ísland hefur daginn í dag og morgundaginn í undirbúning áður en kemur að fyrsta leik HM á móti Portúgal á fimmtudagskvöld.

Allir leikmenn Íslands voru skimaðir fyrir kórónuveirunni og hitamældir við komuna til Kaíró höfuðborg Egyptalands í gærkvöld. Niðurstöður lágu svo fyrir í dag og reyndist enginn í íslenska hópnum vera með jákvætt sýni að því er fram kemur í frétt handbolta.is.

Mótshaldarar í Egyptalandi birtu myndskeið í dag af komu Íslands og Portúgals til Egyptalands sem sýnir þegar þeir eru skimaðir og hitamældir. Þá sést einnig hvernig sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir.