Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

2 smit innanlands – minnst 9 virk smit á landamærunum

12.01.2021 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og annar þeirra sem greindust var í sóttkví. 15 smit greindust á landamærunum, að minnsta kosti níu smitanna eru virk, fimm bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu og eitt smitanna er ekki virkt.

729 einkennasýni voru tekin innanlands í gær og 886 sýni voru tekin á landamærunum. 

Nýgengi er hærra á landamærum (23,3) en innanlands (18,8).

320 eru í sóttkví hér á landi og 149 í einangrun.