
Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Það varð til þess að yfirvöld fyrirskipuðu öllum tveimur milljónum íbúa borgarinnar að halda sig heima yfir helgina. Tugir þúsunda kórónuveiruprófa voru tekin en enginn reyndist smitaður.
Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland-fylkis, segir viðbrögð yfirvalda ekki hafa verið of hörð, brugðist hafi verið skjótt og örugglega við til að draga úr mögulegri útbreiðslu hins nýja afbrigðis veirunnar.
Lífið í Brisbane hafði smám saman verið að færast í eðlilegt horf, en nú verður skylda að bera grímu innandyra og í almenningssamgöngum. Þær ráðstafanir gilda til 22. janúar, auk þess sem þrengt verður að fjölda gesta veitingastaða og öldurhúsa.
Yfirvöld í Ástralíu hafa einnig ákveðið að draga úr komum farþegaflugvéla til landsins og herða reglur um sóttkví.