Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í nótt vegna innbrots og þjófnaðar. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að hald hafi verið lagt á töluvert mikið þýfi sem fannst í fórum þremenninganna. Allir voru þjófarnir vistaðir í fangaklefum lögreglu vegna málsins. Þá voru tveir þjófar aðrir handteknir og færðir í fangaklefa eftir að þeir voru stöðvaðir af lögreglu í Kópavogi, þar sem þeir voru á ferðinni á feng sínum, stolinni bifreið.