Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Joshua Wong handtekinn að nýju

07.01.2021 - 06:26
epa05017786 Student activist Joshua Wong prepares to report to the the High Court in Hong Kong, China, 09 November 2015. Reports state that Wong, who was among 20 activists arrested during the clearance of a occupied site in November last year, is
Joshua Wong. Mynd: EPA
Joshua Wong, einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong var handtekinn í að nýju nótt.

Wong var tekinn höndum í Shek Pik fangelsi þar sem hann situr nú af sér þrettán og hálfs mánaðar dóm fyrir skipulagninga mótmæla í borginni sumarið 2019.

Handtakan núna er vegna nýrra ásakana um undirróður og niðurrifsstarfsemi hefur AFP fréttastofan eftir heimildamanni innan lögreglunnar. Ásakanir þær og handtakan byggja á öryggislögum þeim sem Kínastjórn kom á síðastliðið sumar.