Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

11 smit innanlands í gær — 7 í sóttkví

07.01.2021 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
11 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví við greiningu.

Átta greindust með COVID-19 á landamærunum og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. 

127 hafa bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví síðan í gær en nú eru það 279. Alls eru 122 í einangrun hér á landi. 

643 einkennasýni voru tekin innanlands í gær og 483 sýni á landamærum.

 

 
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV