Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Warnock lýsir yfir sigri í Georgíu – Afar mjótt á munum

epa08921396 A video grab shows US Democratic Senate candidate Rev. Raphael Warnock speaking via his YouTube channel after midnight as votes continue to be counted in Atlanta, Georgia, USA, 06 January 2021. Republican Senator David Perdue is running against Democrat Jon Ossoff and Republican Senator Kelly Loeffler is running against Democrat Rev. Raphael Warnock in the 05 January 2021 runoff election.  EPA-EFE/RAPHAEL WARNOCK VIA YOUTUBE EDITORIAL USE ONLY, NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - YOUTUBE
Afar mjótt er á munum í kjöri tveggja öldungadeildarþingmanna í Georgíu þegar hlé var gert á talningu um miðnætti að staðartíma. Talningu verðu haldið áfram í bítið samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar.

Jafnvel er búist við að niðurstöður geti legið fyrir um hádegi að staðartíma eða um kl. sjö í kvöld að íslenskum tíma. 

Raphael Warnock, frambjóðandi Demókrata lýsti yfir sigri yfir andstæðingi sínum, Repúblikanum Kelly Loeffler. Hún hefur þó ekki játað sig sigraða. Hvorki hefur opinberlega verið skorið úr um sigurvegara né hafa fjölmiðlar vestra tekið af skarið.

Warnock, sem er ríflega fimmtugur prestur hét því í yfirlýsingu að hann ætlaði sér að vera fulltrúi allra íbúa Georgíu í öldungadeildinni. „Mér er heiður að því trausti sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Warnock. Aðeins munar um einu prósentustigi á frambjóðendunum. 

Joe Biden, tilvonandi forseti, þarfnast sigurs beggja frambjóðenda Demókrataflokksins til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni.