Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Smit á hóteli sem hýsir fólk af rýmingarsvæðinu í Ask

06.01.2021 - 00:21
Erlent · Ask · COVID-19 · Gjerdrum · Hamfarir · Náttúruhamfarir · Noregur · Skimun
epa08915076 Candles are placed at the outer edge of the landslide in Ask in Gjerdrum municipality, Norway, 02 January 2021. Several homes have been taken by the avalanche and nine people remain missing after one body was found. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/Haakon Mosvold Larsen  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Fjöldi fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sín eftir jarðfallið mikla í Ask í Gjerdrum þurfti að undirgangast kórónuveirupróf í dag eftir að smit kom upp á Olavsgaard-hótelinu sem hýsir það.

Jørgen Vik bæjarstjóri í Lillestrøm segir í samtali við Dagsavisen að þetta sé aukið álag fyrir fólkið, jafnt börn og fullorðna, sem hafi þegar mátt þola svo mikið.

 

Norska ríkisútvarpið greinir frá því að öll prófin reyndust neikvæð en aðeins tók fimm tíma að greina niðurstöður allra þeirra 440 skimana sem gerðar voru.

 

Jørgen Vik segir að auk íbúanna frá Ask hafi starfsfólk hótelsins, starfsfólks sveitarfélagsins, sjálfboðaliðar og lögreglumenn verið skimaðir. Haft er eftir einum íbúanna að kórónuveirusmitið á hótelinu sé eins og nýtt áfall en að fjölskyldan hafi nánast beðið eftir einhverju á borð við það.