Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leit frestað um sinn í bænum Ask

04.01.2021 - 05:31
epa08917368 People light candles at area of the landslide in Ask, Norway, 03 January 2021. Several homes have been taken by the landslide in Ask that occurred on 30 December. Several people are still missing, and five have been confirmed dead. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/Cornelius Poppe NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Leit á hamfarasvæðinu í bænum Ask í Gjerdrum var frestað klukkan fimm í morgun að staðartíma. Frestunin er til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo leitarhundar eigi í framhaldinu auðveldara með að greina þá lykt sem þeir leita að.

Hafist verður handa að nýju við eftirgrennslan eftir þeim þremur sem enn er saknað þegar líða tekur á morguninn. Leitað var í alla nótt en án árangurs segir Gisle Sveen, aðgerðastjóri lögreglunnar, í samtali við norska ríkisútvarpið. Sjö hafa þegar fundist látin og hefur lögregla nú nafngreint fimm þeirra.