Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Súdanir taka formlega við friðargæslu í Darfur í dag

epa08858039 Ethiopian refugees from Tigray region wait in line to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometres from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 30 November 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accommodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fled to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
Fólk á flótta frá Tigray-héraði. Mynd úr safni. Mynd: EPA
Í dag taka Súdanir sjálfir formlega við því hlutverki að gæta friðar í Darfur-héraði þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins hefur brotthvarf sitt þaðan.

Þrettán ára friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði lauk um miðnætti að staðartíma en þó verður ekki bundinn tafarlaus endir á veru gæsluliðanna þar.

Ætlunin er að allur liðsafnaður þeirra verði á brott í júnílok. Átökin í Darfur hafa kostað 300 þúsund manns lífið, að mati Sameinuðu Þjóðanna, og vel á þriðju milljón er á flótta.