Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook-síðan Lögga á vakt
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.

Þetta kemur fram í bráðabirgðasamantekt Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og að eitt af hverjum tíu tilfellum hafi leitt til frekari rannsóknar.

Þar af eru 54 rannsóknir vegna brota gegn sóttkví og einangrun og 79 vegna brota gegn sóttvörnum. Meirihluti þeirra 130 sem grunaðir eru um brot af þessu tagi eru karlar, eða 76 af hundraði. Meðalaldur þeirra segir lögreglan að sé 38 ár.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV