Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Níu greindust í gær þar af þrír utan sóttkvíar

30.12.2020 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Níu greindust með veiruna innanlands í gær, þar af fimm í einkennaskimun og fjórir í sóttkvíarskimun. 147 eru nú í einangrun og er það aukning um fimm manns frá því í gær. 1.503 sýni voru tekin í gær þar af 552 í landamæraskimun.

Nú eru 232 í sóttkví en 1.541 í skimunarsóttkví, rúmlega 400 fleiri en í gær. 

Einn sjúklingur lést á Landspítalanum af völdum COVID-19 í gær og hafa 29 látist í farsóttinni hérlendis, þar af 19 í þriðju bylgju faraldursins. Nú eru 23 á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu.

Aðeins tvær flugvélar er væntanlegar til landsins á Keflavíkurflugvelli í dag, frá London og Kaupmannahöfn.