Áströlskum feðgum var í gær bjargað eftir að hafa þurft að hírast í nærri sólarhring í óbyggðum Queensland-fylkis.
Vegna mikilla flóða festist bíll þeirra í vatni sem flætt hafði yfir veginn, og eftir að hafa dvalið í bílnum um nóttina héldu þrír ferðafélagar þeirra af stað í 50 kílómetra göngu að næsta þorpi til þess að kalla eftir aðstoð. Gangan tók um tólf tíma.
Þyrla var í kjölfarið send eftir feðgunum, sem fundust ofan á bílþakinu í miðju flóðinu. Það amaði ekkert að þeim og fengu hrós fyrir að hafa ekki anað út í óbyggðirnar, heldur beðið eftir hjálp þó sú bið hafi verið löng.
Þeir sem lögðu á sig gönguna voru einnig við góða heilsu.