Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Fyrsta farþegaflugið eftir kyrrsetningu MAX-véla í dag

29.12.2020 - 08:06
epa07432416 An American Airlines Boeing 737-800 departs from Ronald Reagan-National Airport in Arlington, Virginia, USA, 12 March 2019. The Boeing 737 Max 8 aircraft has come under scrutiny after similar deadly crashes in Ethiopia and Indonesia. Several countries and airlines have grounded 737 Max 8 planes.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsta farþegaflug MAX-véla Boeing er áætlað í Bandaríkjunum í dag, nærri tveimur árum eftir að vélarnar voru kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa þar sem 346 létust.

Vélarnar fengu grænt ljós frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að fljúga á ný í nóvember og flugfélagið American ætlar að ríða á vaðið í dag á milli New York og Miami. Utan Bandaríkjanna hafa vélarnar ekki fengið að fljúga nema í Brasilíu.

Frá því að MAX þoturnar voru kyrrsettar hafa sérfræðingar Boeing verksmiðjanna unnið við að lagfæra hugbúnað í öryggiskerfi þeirra. Hann á að koma í veg fyrir að þær ofrísi í flugtaki. Vegna gallans  beindi búnaðurinn þotunum niður á við og þær brotlentu. Flugslysin sem urðu árin 2018 og 19 eru rakin til gallans. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði við fréttastofu í síðasta mánuði að félagið stefndi að því að hafa sex Boeing MAX-vélar í flota félagsins næsta sumar.