Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lyfjastofnun veitir bóluefni Pfizer markaðsleyfi

21.12.2020 - 23:24
epa08853138 A handout photo made available on 30 November 2020 by pharmaceutical company Pfizer shows vials of Covid-19 vaccine in an undisclosed laboratory on16 November 2020. According to reports Pfizer and German pharmaceutical company BioNTech have asked the US Federal Drug Administration for an Emergency Use Authorization to begin distributing the vaccine. The FDA is scheduled to consider the request on 10 December 2020.  EPA-EFE/PFIZER HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFA - PFIZER
Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefninu Comirnaty frá BioNTech og Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Byggir markaðsleyfið á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu, segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.

Bæði meðmælin og markaðsleyfi framkvæmdastjórnarnarinnar birtust fyrr í dag. Bóluefnið ver einstaklinga gegn COVID-19 og er ætlað til notkunar hjá einstaklingum 16 ára og eldri.

Yfirlestur á íslenskum þýðingum fylgiseðils og samantektar á eiginleikum bóluefnisins stendur yfir hjá Lyfjastofnun og gerir stofnunin ráð fyrir að birta þær á morgun ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum um bóluefnið.