
Stjórnarkreppa hefur verið í Líbanon um alllangt skeið, en síðasta stjórnarmyndunartilraun út um þúfur skömmu eftir sprenginguna miklu í Beirút í ágúst, þegar yfir tvö hundruð fórust, þúsundir meiddust og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín.
Efnahagslegt tjón af völdum sprengingarinnar er einnig gríðarlegt og hefur efnahagsástandið í Líbanon ekki verið verra síðan í borgarastyrjöldinni á árunum 1975-1990. Rannsókn á atburðinum hefur staðfest kerfisbundna spillingu í stjórnkerfi landsins.
Í haust fékk Saad Hariri enn á ný umboð til stjórnarmyndunar, en hann hefur tvívegis gegn embætti forsætisráðherra. Eftir að ágreiningur milli Hariris og Michels Aoun, forseta Líbanons, var opinberaður í yfirlýsingum í gær, telur Berri þingforseti málin komin í slíkan hnút að utanaðkomandi aðstoð þurfi til að leysa hann.
Hann voni að Macron Frakklandsforseti hafi einhver tromp uppi í erminni þegar hann komi í þriðju heimsókn sína til Líbanons á stuttum tíma. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, líkti nýlega pólitísku- og efnahagslegu ástandi í Líbanon við sökkvandi skip.