Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Vonar að Macron höggvi á hnútinn

15.12.2020 - 10:00
Erlent · Asía · Frakkland · Líbanon · Evrópa
epa08712132 Lebanese Parliament Speaker Nabih Berri speaks during a news conference in Beirut, Lebanon, 01 October 2020. Berri, announced that a framework has been agreed upon to begin indirect talks with Israel on land and maritime border demarcation, which will be led by the Lebanese Army, about 856 square kilometers of waters are disputed between the countries. The United States has been leading the efforts to mediate the border talks between Lebanon and Israel as the two countries have been in a state of war since 1948.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
Nabih Berri, forseti líbanska þingsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, telur öll sund lokuð að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon og segist vona að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, geti höggvið á hnútinn í deilu helstu stjórnmálafylkinga landsins, þegar hann komi til landsins síðar í þessum mánuði. 

Stjórnarkreppa hefur verið í Líbanon um alllangt skeið, en síðasta stjórnarmyndunartilraun út um þúfur skömmu eftir sprenginguna miklu í Beirút í ágúst, þegar yfir tvö hundruð fórust, þúsundir meiddust og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín.

Efnahagslegt tjón af völdum sprengingarinnar er einnig gríðarlegt og hefur efnahagsástandið í Líbanon ekki verið verra síðan í borgarastyrjöldinni á árunum 1975-1990. Rannsókn á atburðinum hefur staðfest kerfisbundna spillingu í stjórnkerfi landsins.

Í haust fékk Saad Hariri enn á ný umboð til stjórnarmyndunar, en hann hefur tvívegis gegn embætti forsætisráðherra. Eftir að ágreiningur milli Hariris og Michels Aoun, forseta Líbanons, var opinberaður í yfirlýsingum í gær, telur Berri þingforseti málin komin í slíkan hnút að utanaðkomandi aðstoð þurfi til að leysa hann.

Hann voni að Macron Frakklandsforseti hafi einhver tromp uppi í erminni þegar hann komi í þriðju heimsókn sína til Líbanons á stuttum tíma. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, líkti  nýlega pólitísku- og efnahagslegu ástandi í Líbanon við sökkvandi skip.