Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Jónas endaði í sjöunda sæti á EM

epa08879544 Austria's Alexander Benda performs in the pommel horse competition during the Men's senior team final at the European Artistic Gymnastic Championships in Mersin, Turkey 12 December 2020.  EPA-EFE/-
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Jónas endaði í sjöunda sæti á EM

13.12.2020 - 11:38
Jónas Ingi Þórisson endaði í sjöunda sæti í úrslitum í stökki á EM ungmenna í áhaldafimleikum í Mersin í Tyrkalandi í dag. Á sama stað var svo keppt til úrslita líka á einstökum áhöldum á EM karla í dag.

Hvítrússinn Yahor Sharamkou náði góðum árangri í gólfæfingum sínum, en tók meðal annars þrefalt heljarstökk í þeim. Það dugði honum þau raunar aðeins í annað sætið á áhaldinu. Það var Ísraelsmaðurinn Artem Dolgopyat sem varð Evrópumeistari á gólfi í dag.

Á bogahesti var það Petrov Matvei frá Albaníu sem vann naumann og nokkuð óvæntan sigur. Ibrahim Colak frá Tyrklandi, heimsmeistari í hringjum bætti Evrópumeistaratitla við á því áhaldi í dag með glæsilegum æfingum. Úkraínumaðurinn Igor Radililov bar svo sigur úr býtum í stökki. Á tvíslá var það svo Tyrkinn Ferhat Arican sem vann yfirburðarsigur. Á tvíslánni kom líklega mest á óvart að Litháinn Robert Tvorogal fékk bronsverðlaun fyrir æfingar sínar þar, en hann vann líka gull í dag á svifrá. Tvorogal sýndi þar æfingar í heimsklassa og sigraði eftir harða keppni við Króatann Tin Srbic.

Um næstu helgi fer Evrópumót kvenna í áhaldafimleikum svo fram og mun RÚV sýna frá úrslitahlutum mótsins.
.