Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Engum borgið fyrr en öllum er borgið

A doctor holds a hand of COVID-19 patient inside a sealed intensive Care Unit (ICU) room at the Prof. Dr. Cemil Tascioglu City Hospital, in Istanbul, Turkey, 07 December 2020.
 Mynd: EBU
Um fátt annað er talað þessa dagana en bóluefni gegn COVID-19. Bóluefnið er líklega eina raunhæfa leiðin úr úr faraldrinum sem hefur haft áhrif á líf nær allra jarðarbúa á árinu. Um tvö hundruð bóluefni hafa verið í þróun og í haust fóru að berast fréttir af því að nokkur hefðu gefið góða raun. Sums staðar er annað hvort byrjað að bólusetja eða þá að slíkt ferli er á næsta leyti. En hvernig verður staða fátækustu ríkja heims í kapphlaupinu um bóluefnin?

Efnameiri ríki heimsins hafa mörg hver tryggt sér samninga um kaup á bóluefni. Hér á Íslandi fáum við að fljóta með Evrópusambandinu í kapphlaupinu og stjórnvöld hafa tilkynnt að bólusetning hefjist eftir áramót og taki líklega aðeins nokkra daga, gangi allt að óskum. Bólusetning forgangshópa hófst í Bretlandi í vikunni og í Rússlandi um síðustu helgi. 

Telja að bólsetning teygist jafnvel til ársins 2024

Síðustu vikur hafa heyrst þungar áhyggjur sérfræðinga af að það geti reynst erfitt fyrir fátækustu ríki heims að tryggja sér bóluefnisskammta fyrir íbúa sína. Hvernig eiga ríki eins og Jemen, Afganistan og Eþíópía að kaupa bóluefni? Samkvæmt samantekt nokkurra mannréttindasamtaka þá er útlit fyrir að í sjötíu fátækum ríkjum fái aðeins tíu prósent íbúa bólusetningu við COVID á næsta ári. Hinir þurfi að bíða lengur. Erlendir miðlar kalla stöðuna sem upp er komin stundum bólusetningar-þjóðernishyggju, en vísbendingar eru um að hún hafi látið á sér kræla. Hún felur í sér að stjórnvöld sumra ríkja, oft auðugra ríkja, hugsi aðeins um sína þegna þegar kemur að því að dreifa bóluefni.  

epa08869595 Margaret Keenan (L), 90 years old, is the first patient in the United Kingdom to receive the Pfizer/BioNtech COVID-19 vaccine administered by nurse May Parsons, at the start of the largest ever immunisation programme in the UK's history, at University Hospital, Coventry, Britain, 08 December 2020. EPA-EFE/Jacob King / POOL MANDATORY CREDIT: JACOB KING / PRESS ASSOCIATION
 Mynd: EPA-EFE - PRESS ASSOCIATION POOL
Margaret Keenan, var fyrst Breta til að fá bóluefni Pfizer og BioNtech á dögunum.

Sérfræðingar við Duke háskóla í borginni Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, hafa gert viðamikla úttekt á stöðunni. Í henni kemur fram að líklega verði ekki hægt að klára að bólusetja alla jarðarbúa fyrr en 2023 eða 2024. Fari auðugu ríkin áfram á sama hraða í kapphlaupinu um kaup á bóluefni þá verði það líklega ekki fyrr en 2024 sem almenningi í fátækum ríkjum standi til boða að fá bólusetningu.

epa08876570 Sellers protect themselves to keep social distancing from customers as they prevent the spread of Covid-19 disease at Prek Sleng village in Kandal province, Cambodia, 11 December 2020. According to local media repor​ts, Cambodian authorities have closed a market and Vihear Tranh pagoda at Prek Sleng village in Kandal province after they found local residents having connection with a Covid-19 positive patient, which is related to a community outbreak on 28 November 2020. EPA-EFE/MAK REMISSA
Varúðarráðstafanir við verlsun í þorpinu Prek Sleng í Kambódíu.  Mynd: EPA-EFE - EPA

Ekkert þeirra ríkja sem eru í flokki fátækustu ríkja heims hefur tryggt sér bóluefni fyrir alla landsmenn sína. Til samanburðar þá gætu Kanadamenn bólusett hvern og einn þar í landi fimm sinnum, að því gefnu að allt bóluefnið sem þeir hafa fjárfest í, virki gegn veirunni, samkvæmt úttekt Oxfam. Í Bandaríkjunum væri hægt að bólusetja hvern og einn tvisvar sinnum. Það er verið að þróa um tvö hundruð gerðir bóluefna víða um heim en alls óvíst að þau rati öll á markað.   

Málið var rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum, sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað í takt við þá tíma sem við lifum á. Þar hvatti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ríki heims til að gleyma ekki sínum minnsta bróður.  Hún sagði að það mætti aldrei gleyma því að aðeins væri hægt að yfirstíga faraldurinn, ef allir jarðarbúar hefðu jafnan aðgang að bóluefni. Það kallaði á mjög nána alþjóðlega samvinnu, og sterkar alþjóðastofnanir. 

epa08874199 German Chancellor Angela Merkel attends a two days face-to-face EU summit in Brussels, Belgium, 10 December 2020. The EU Leaders will mainly focus on response to the COVID-19, Multi annual framework (MFF) agreement and new EU emissions reduction target for 2030. EPA-EFE/JOHN THYS / POOL
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Markmiðið að COVAX ríki fá bólusetningu á sama tíma

Til að fræðast nánar um stöðu mála heyrðu Heimskviður í Margaret Ann Harris, talsmanni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Hún er nokkuð bjartsýn um stöðuna þegar kemur að bólusetningu í fátækum ríkjum. Úrlausnarefnin séu þó fjölmörg, þar á meðal að útvega bóluefnin. Harris nefnir COVAX, víðtækt samstarf sem nær til fjölda ríkja, fyrirtækja og stofnana. Meðal markmiða með COVAX er að efnuð ríki styðji fátæk ríki, svo þau þurfi ekki að reiða fram fúlgur fjár fyrir bóluefnin. Þá segir hún að markmiðið sé að öll ríkin sem eigi aðild fái bóluefni á sama tíma, í byrjun næsta árs. 

Mynd með færslu
Margaret Ann Harris, talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.  Mynd: aðsend mynd

Mörg auðug ríki eiga bæði aðild að COVAX og hafa líka, ýmist á eigin vegum, eða í gegnum annars konar ríkjasamstarf tryggt sér bóluefni. Markmiðið er að dreifa tveimur milljörðum skammta í gegnum COVAX fyrir lok næsta árs handa fólki í áhættuhópum. Til lengri tíma er stefnt að því að tuttugu prósent jarðarbúa fái bólusetningu í gegnum samstarfið. Ísland, eins og hin Norðurlöndin, er með í samstarfinu. Í haust var tilkynnt að íslenska ríkið myndi leggja til fé fyrir hundrað þúsund skömmtum.  

Öllum ríkjum er velkomið að vera með í COVAX og nú þegar hafa ríki, þar sem samtals níutíu prósent jarðarbúa tilheyra, skráð sig til þátttöku. En hver ætlar að borga? Harris segir að það sé margslungið úrlausnarefni, efnameiri ríki hafi lagt mikið af mörkum, það hafi alþjóðastofnanir líka gert, en meira þurfi til. Ríku löndin hafi niðurgreitt bóluefni fyrir fátæku ríkin til að tryggja jafnan aðgang. Meirihluti jarðarbúa skilji að enginn sé öruggur fyrr en allir séu öruggir.

Þessi setning, að enginn verði öruggur fyrr en allir verði orðnir öruggir, er orðin að slagorði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og fleiri alþjóðastofnana í heimsfaraldrinum. 

Núna standa yfir viðræður við efnuðu ríkin, sem hafa tryggt sér mikið magn, um að þegar þau hafi bólusett ákveðið hlutfall fólks í sínu landi, láti þau hluta þess bóluefnis, sem eftir er, renna til fátækari ríkja. Til að byrja með er stefnt að því að þrjú prósent í hverju ríki fái  bólusetningu í gegnum COVAX samstarfið og að hlutfallið hækki síðan. 

epa08870073 A phial of the Pfizer/BioNTech Covid-19 vaccine ahead of being administered at the Royal Victoria Hospital, in Belfast, Northern Ireland, Britain, 08 December 2020. The UK started the largest immunisation programme in the country's history. Care home workers, NHS staff and people aged 80 and over will begin receiving the jab. EPA-EFE/Liam McBurney / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PRESS ASSOCIATION POOL

Þrátt fyrir að búið sé að gera allar þessar áætlanir þá vantar enn töluvert af peningum til að láta þær verða að veruleika. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, lýsti þungum áhyggjum af stöðunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. „Við getum ekki sætt okkur við veröld þar sem þeir ríku traðka á þeim fátæku í kappi um bóluefni,“ sagði framkvæmdastjórinn í ræðu sinni. Hann benti einnig á að þessu ári vantaði 4,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 540 milljörðum íslenskra króna til að þetta dæmi gangi upp. Á næsta ári vantaði hins vegar fimm sinnum meira.   

Tedros Adhanom Ghebreyesus, World Health Organisation Director-General:
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.  Mynd: AP

Segir fjárfestingu í bóluefnum skila sér strax

Harris segir að þó það vanti milljónir dollara, þá sé hún bjartsýn. Það hafi verið reiknað út að þeir peningar sem verði látnir í verkefnið skili sér til baka innan þrjátíu og sex klukkutíma. Bólusetning heimsins sé mjög góð fjárfesting. 

Það þarf að bólusetja um sextíu til sjötíu prósent mannkyns til að ná upp hjarðónæmi við veirunni. 

Því miður þá er ekki nóg að útvega bóluefnið. Það þarf líka að flytja það um allan heim og geyma það við viðunandi aðstæður. Til dæmis þarf að geyma bóluefni sem Pfizer og BioNTech þróuðu saman við sjötíu gráðu frost. Svo þarf mikið af nálum og fjöldann allan af heilbrigðisstarfsfólki. Unicef og COVAX vinna að því að útvega fátækum ríkjum sprautur og box undir notaðar nálar.

epa08877056 Sri Lankan health workers carry a coffin of Covid-19 coronavirus related victim to the crematorium at the public cemetery in Colombo, Sri Lanka, 11 December 2020. Sri Lanka is in the midst of the new wave of Covid-19 and the number of cases is increasing day after day. EPA-EFE/CHAMILA KARUNARATHNE
Heilbrigðisstarfsmenn á Sri Lanka bera líkkistu sín á milli. Manneskjan lést úr COVID-19.  Mynd: EPA-EFE - EPA

Einnig eru uppi áhyggjur af því að heilbrigðiskerfi ríkja séu ekki tilbúin fyrir svo mikla framkvæmd, og það eigi við víða um heim, segir Harris. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur kannað málið og komist að því, ef Harris man rétt, að áttatíu og níu lönd séu ekki tilbúin. Þar þurfi að hefja víðtækan undirbúning til að samþykkja bóluefni. Hvert og eitt ríki verði að samþykkja þau bóluefni sem þar eigi að nota. 

Þá þurfi að tryggja dreifingu á bóluefnum frá flugvöllum og út á land, það þurfi kerfi til að skrá hverjir hafi farið í bólusetningu. Og þó að niðurstöður rannsókna á bóluefni lofi góðu þá þurfi fylgjast mjög vel með öllum aukaverkunum, það þurfi að tryggja að fólk mæti til að fá seinni skammtinn, þegar bóluefni virka þannig að fólk þarf tvo skammta.

Greind smit á heimsvísu eru orðin um sjötíu milljónir. Um ein komma sex milljón manns hefur látist úr sjúkdómnum svo vitað sé. Flest dauðsföllin eru í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur haft mikil efnahagslag áhrif í fátækum ríkjum og greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því á dögunum að útlit væri fyrir að sárafátækt myndi aukast á næsta ári. Það yrði þá í fyrsta sinn á þessari öld sem þróunin er á þann veg. Harris segir að það sé litið til dauðsfalla, veikinda og álags á heilbrigðiskerfi, þá sé staðan hvað verst í Bandaríkjunum. Á fimmtudag létust 3.000 manns í landinu, fleiri en í hryðjuverkum 11. september 2001. Spítalar eru yfirfullir og heilbrigðisstarfsfólk að niðurlotum komið. 

epa08874920 A picture made available on 10 December 2020 shows a doctors wearing protective gear during their visit at the intensive care unit of Szent Janos Hospital treating COVID-19 patients during the pandemic of new coronavirus COVID-19 in Budapest, Hungary, 09 December 2020. EPA-EFE/Zoltan Balogh HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Hún segir hryggilegt að hlusta á lýsingar heilbrigðisstarfsfólks á ástandinu þar, sem hafi varað lengi. Þau fái aldrei frí og geti aldrei hitt fjölskyldu sína.

Harris segir að í mörgum tilvikum hafi gengið betur í baráttunni við faraldurinn í fátækum ríkjum. Það skýrist af því að þar sé fólk vanara faröldrum, kunni að bregðast við þeim og hafi öfluga heilsugæslu og rakningarkerfi. Til að mynda hafi ebóla komið upp þar á síðustu árum. Heilbrigðiskerfið í mörgum fátækum ríkjum geti brugðist hratt við. Þar hafi víða verið ráðist í herferðir gegn lömunarveiki og mislingum, og þá hafi þurft að finna smit, skima og bregðast við. Slíkt hafi hins vegar ekki þurft að ráðast í í efnuðum ríkjum í áratugi. Nú þekki hins vegar hvert mannsbarn hugtök eins og smitrakningu. 

epa05959537 (FILE) - A Liberian health worker in a burial squad drags an Ebola victim's body for cremation from the ELWA treatment center in Monrovia, Liberia, 13 October 2014 (reissued 12 May 2017). According to media reports, the World Health Organization (WHO) on 12 May 2017 declared the outbreak of ebola in the Democratic Republic Of Congo. EPA/AHMED JALLANZO
 Mynd: EPA
Heilbrigðisstarfsmaður í Líberíu árið 2014.

Fari hins vegar svo að fátæku ríkin fái ekki bólusetningu og áframhaldandi stuðning, þá verði það þau sem fari verst út úr faraldrinum, segir Harris.

Hvetur til lágstemmdra jóla

Bóluefnin gegn veirunni skæðu hafa verið þróuð á methraða, á innan við ári. Faraldrinum er þó langt í frá lokið og sérfræðingar, bæði hér á landi og erlendis, vara fólk við að fara að slaka á í sóttvörnum, þrátt fyrir góðar fréttir af bóluefnum.

epa08875861 People walk at the shopping street Friedrichstrasse in Berlin, Germany, 10 December 2020. German Chancellor Angela Merkel and some state premiers are calling for a tougher lockdown with retail closures after Christmas due to the surge in Covid-19 cases. EPA-EFE/FILIP SINGER
Það er orðið jólalegt í Berlín í Þýskalandi. Mynd: EPA-EFE - EPA

Harris er með mikilvæg skilaboð til okkar allra fyrir jólahátíðina, sem hún segir að verði líklega erfið fyrir mörg okkar í ár, þar sem fólk er vant að hittast, eiga góðar stundir saman og fagna. Hún leggur til að fólk fagni því að við séum komin á þennan stað í baráttunni við faraldurinn, og geri það með því að safnast ekki saman, vera ekki of nálægt hvert öðru. Því að ef við förum eftir þeim ráðleggingum þá getum við horft á ástvini okkar og sagt: Við björguðum hvert öðru og gerum jólin árið 2021 stórkostleg.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir