Í ár eru 26 skólar sem taka þátt í keppninni og fyrsta umferð fer fram dagana 4.-7. janúar. Hægt verður að fylgjast með öllum viðureignum fyrstu umferðar í streymi frá vef RÚV núll.
Önnur umferð fer fram 12. og 13. janúar og verður viðureignunum þá einnig útvarpað á Rás 2. Þann 5. febrúar hefjast svo sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer fram 19. mars.
Nýir dómarar og spurningahöfundar sjá um að draga í fyrstu umferð á eftir en það eru þau Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir.
Menntaskólinn í Reykjavík eru ríkjandi meistarar í Gettu betur en skólinn sigraði Borgarholtsskóla í úrslitaviðureigninni sem fór fram í mars. Það var í 21. skipti sem MR sigraði keppnina og fékk þar með Hljóðnemann til geymslu í eitt ár.
Svona fór drátturinn í hádeginu: