Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fundu sprengiefni í sumarbústað við Borgarnes

11.12.2020 - 17:44
Mynd með færslu
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd:
Lögreglan á Vesturlandi óskaði nú síðdegis eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhansson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi  var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna í Borgarfirði í dag. Í kjölfarið fór fram húsleit í sumarhúsi við Borgarnes og þar fannst sprengiefni. Því var kallað eftir aðstoð sprengjudeildar sérsveitar ríkislögreglustjóra, sem kom á vettvang og fjarlægði efnið. 

Aðgerðum á vettvangi lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Rannsókn stendur yfir. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir