Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð norður af Reykjanestá skömmu eftir miðnætti. Upptök skjálftans voru á 6,8 kílómetra dýpi, um 4,7 kílómetra norður af Reykjanestá. Fjöldi smáskjálfta hefur fylgt í kjölfarið, sá stærsti 1,4 að stærð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftans hafi orðið vart í byggð á skjálftasvæðinu. Engar sögur fara af tjóni.